Miðbiksmat í eðlisfræði - Matthias Harksen
Stapi
Stofa 108
Heiti verkefnis: Óafstæðilegar samhverfur svarthola
Nemandi: Matthias Harksen
Doktorsnefnd:
Dr. Lárus Thorlacius, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Zhao-He Watse Sybesma, lektor við Norditu & Stokkhólmsháskóla, Svíþjóð, Dr. Valentina Giangreco, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Friðrik Freyr Gautason, lektor við Southampton-háskóla, Bretlandi, Dr. Niels Obers, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku.
Ágrip
Í þessu erindi mun ég kynna rannsóknarniðurstöður mínar síðastliðin tvö ár. Meginþráðurinn er að skoða hvað gerist þegar að við víkjum frá hefðbundnum afstæðilegum samhverfum. Í fyrri greininni skoðum við svokallað Carroll-markgildi af hefðbundinni strengjafræði. Carroll- strengurinn lýsir hegðun strengja í grennd við sjóndeild svarthols og veitir möguleikan á (ör- lítilli) hreyfingu í rúmlæga stefnu ólíkt flestum öðrum Carroll kenningum. Í síðari greininni skoðum við svarthol með Lifshitz-samhverfur þar sem að tími og rúm hegða sér með mis- lægum hætti. Við sýnum að lýsa megi meginhegðun svartholsins með tvívíðu þinilsviðslíkani sem hegðar sér eins og afmynduð Schwarzverkun á jaðri tímarúmsins. Við beitum jaðarken- ningunni til þess að reikna skammtafræðilegan leiðréttingarlið við óreiðu svartholsins.