Málstofa um hamfarafélagsráðgjöf og inngildingu á Nýja Sjálandi
Streymi
Þann 27. september kl. 12-13 munu Dr. Carole Adamson og Shirley Ikkala, báðar starfandi við Háskólann í Auckland, flytja erindi sem þær nefna: ‘Inclusive Response and Recovery in New Zealand: Including Cultural Worldviews in Disaster Practice’? (Inngildandi viðbrögð og endurreisn á Nýja Sjálandi: Að taka mið af menningarmun í vinnu eftir hamfarir) á málstofu Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og Félagsráðgjafafélags Íslands.
- Málstofunni verður streymt (hlekkur á Teams)
- Þau sem vilja mæta í Borgartún 27 eru beðin um að skrá sig á felagsradgjof@felagsradgjof.is.
- Hlekkur á Teams er einnig aðgengilegur á facebook síðu Félagsráðgjafafélags Íslands.
Adamson og Ikkala eru báðar félagsráðgjafar og hafa mikla reynslu af rannsóknum á sviði hamfarafélagsráðgjafar. Adamson er annar ritstjóra handbókar um félagsráðgjöf og hamfaravinnu sem er væntanleg frá Routledge í upphafi árs 2025.
Nýa Sjáland hefur tekist á við fjölbreyttar náttúruhamfarir, t.d. öfluga jarðskjálfta, flóð og fellibylji á undanförnum árum og í fyrirlestrinum byggja þær á reynslu af hamfaravinnu félagsráðgjafa. Þær ræða mikilvægi inngildingar ólíkra gilda, en tæplega 20% íbúa Nýja Sjálands eru Maóríar, sem voru frumbyggjar í landinu og því er lögð mikil áhersla á að þeirra gildi séu höfð til hliðsjónar við skipulag vinnu í kjölfar hamfara.
Dr. Carole Adamson og Shirley Ikkala MSW flytja erindi um félagsráðgjöf og hamfaravinnu, inngildandi viðbrögð og endurreisn á Nýja Sjálandi.