Skip to main content

Heilsan okkar: Er mikil kjötneysla ("carnivore") heilsusamleg?

Heilsan okkar: Er mikil kjötneysla ("carnivore") heilsusamleg? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
31. janúar 2025 11:30 til 13:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur - Auditorium

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heilsan okkar - fundaröð: Er mikil kjötneysla („carnivore“) heilsusamleg?

Umsjón með þessum fyrsta fundi í fundaröðinni hafa Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Thor Aspelund.

Heilsan okkar er opin fundaröð Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og Landspítala. Markmið þessara viðburða er að varpa ljósi á og miðla stöðu þekkingar um áríðandi mál líðandi stundar er varða heilsu og heilbrigðisþjónustu til almennings, fagaðila og stjórnvalda.

Funda- og viðburðaröðin Heilsan okkar er hugsuð sem samtal almennings, fagfólks og fræðafólks og verða viðburðir öllum opnir og þeim verður einnig streymt beint á netinu.

Stefnt er að því að halda einn viðburð eða fund undir heitinu Heilsan okkar í hverjum mánuði. Hver fundur er um 90 mínútur og er alltaf í hádeginu. Á hverjum fundi verða þrjú til fjögur innlegg frá vísindafólki, heilbrigðisstarfsfólki og notendum ýmissrar þjónustu. Þá reynum við að fanga og ræða misvísandi upplýsingar eða annað áhugavert umræðuefni sem tengjast efni hvers fundar. Tekið er við fyrirspurnum úr sal og svo fara fram umræður að loknum erindum.

Heilsan okkar fer almennt fram síðasta föstudag í hverjum mánuði kl. 11.30-13.00 en þó verður dagsetningum eitthvað hnikað til vegna frídaga eða annarra viðburða sem gætu skarast á við fundaröðina, svo fylgist með daskrá hvers mánaðar á hi.is.

Næstu viðburðir - Dagskrá 2025.

Röð, tímasetning og viðburðastaður gæti allt tekið breytingum svo það er best að kynna sér uppfærðan viðburð fyrir hvern mánuð fyrir sig á hi.is þegar nær dregur.

  • 31. janúar: Er mikil kjötneysla („carnivore“) heilsusamleg?Umsjón: Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Thor Aspelund. Staður: Veröld, hús Vigdísar.
  • 28. febrúar: Uppgjör við COVID-19 (5 ár frá upphafi faraldursins). Umsjón: Unnur Valdimarsdóttir og Runólfur Pálsson.
  • 28. mars: Líðan ungs fólks á Íslandi. Umsjón: Urður Njarðvík og Bertrand Lauth. Staður: Veröld, hús Vigdísar.
  • 18. apríl: Að eldast á Íslandi. Umsjón: Margrét Guðnadóttir hjá Miðstöð í öldrunarfræðum.
  • 30 maí: Þyngdarstjórnun; lífstíll, lyf eða aðgerð? Umsjón: Ragnar Bjarnason og Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir.

Heilsan okkar er opin fundaröð Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og Landspítala. Hver viðburður ætti að varpa ljósi á og miðla stöðu þekkingar um áríðandi málefni líðandi stundar er varða heilsu og heilbrigðisþjónustu til almennings, fagaðila og stjórnvalda.

Heilsan okkar : Er mikil kjötneysla ("carnivore") heilsusamleg?