Hádegisfyrirlestur RIKK: Stéttir, hagsmunir og vald í mótun samfélagsins
Þjóðminjasafn Íslands
Stéttir, hagsmunir og vald í mótun samfélagsins
Stefán Ólafsson er fyrsti fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á haustmisseri 2024 en röðin er tileinkuð stéttarhugtakinu, stéttaskiptingu og samtvinnun þar sem stétt er lykilbreyta.
Fyrirlesturinn nefnist „Stéttir, hagsmunir og vald í mótun samfélagsins“ og byggir á nýlegri bók eftir Stefán, Baráttan um bjargirnar: Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags. Í fyrirlestrinum horfir Stefán til þjóðfélagsþróunar á Íslandi síðustu hundrað árin og útlistar hvernig hagsmunir og vald hafa leikið lykilhlutverk í mótun samfélagsgerðarinnar. Einnig hvernig hagsmunir og vald tengjast beint við stéttaskiptingu og stéttaátök, sem einkum fara fram á vettvangi stjórnmála og vinnumarkaðar. Þá er þjóðfélagsþróunin á Íslandi skoðuð í almennu samhengi við þjóðfélagsþróun á hinum Norðurlöndunum, ekki síst á sviði velferðarmála og ályktanir dregnar um áhrif og áhrifaleysi vinstri stjórnmála og verkalýðshreyfingar í mótun íslenska samfélagsins almennt.
Stefán Ólafsson lagði stund á þjóðfélagsfræði í Edinborg og lauk doktorsprófi frá Oxford háskóla (Nuffield College). Starfaði við sem prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands frá 1980 til 2021. Stefán hefur gefið út tíu bækur á eigin fagsviði og auk Baráttunnar um bjargirnar (Háskólaútgáfan 2022) má nefna Welfare and the Great Recession: A Comparative Study (Oxford University Press 2019); Ójöfnuður á Íslandi (Háskólaútgáfan 2016, með Arnaldi Sölva Kristjánssyni); Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag (Háskólaútgáfan 2005, með Kolbeini Stefánssyni); Íslenska leiðin (Háskólaútgáfan og TR 1999) og Hugarfar og hagvöxtur: Menning, þjóðfélag og framfarir á Vesturlöndum (HÍ 1996).
Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.
Stéttir, hagsmunir og vald í mótun samfélagsins Stefán Ólafsson er fyrsti fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á haustmisseri 2024 en röðin er tileinkuð stéttarhugtakinu, stéttaskiptingu og samtvinnun þar sem stétt er lykilbreyta. Fyrirlesturinn nefnist „Stéttir, hagsmunir og vald í mótun samfélagsins“ og byggir á nýlegri bók eftir Stefán, Baráttan um bjargirnar: Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags. Í fyrirlestrinum horfir Stefán til þjóðfélagsþróunar á Íslandi síðustu hundrað árin og útlistar hvernig hagsmunir og vald hafa leikið lykilhlutverk í mótun samfélagsgerðarinnar. Einnig hvernig hagsmunir og vald tengjast beint við stéttaskiptingu og stéttaátök, sem einkum fara fram á vettvangi stjórnmála og vinnumarkaðar. Þá er þjóðfélagsþróunin á Íslandi skoðuð í almennu samhengi við þjóðfélagsþróun á hinum Norðurlöndunum, ekki síst á sviði velferðarmála og ályktanir dregnar um áhrif og áhrifaleysi vinstri stjórnmála og verkalýðshreyfingar í mótun íslenska samfélagsins almennt. Stefán Ólafsson lagði stund á þjóðfélagsfræði í Edinborg og lauk doktorsprófi frá Oxford háskóla (Nuffield College). Starfaði við sem prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands frá 1980 til 2021. Stefán hefur gefið út tíu bækur á eigin hasn fagsviði, auk Baráttunnar um bjargirnar (Háskólaútgáfan 2022) má nefna Welfare and the Great Recession: A Comparative Study (Oxford University Press 2019); Ójöfnuður á Íslandi (Háskólaútgáfan 2016, með Arnaldi Sölva Kristjánssyni); Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag (Háskólaútgáfan 2005, með Kolbeini Stefánssyni); Íslenska leiðin (Háskólaútgáfan og TR 1999) og Hugarfar og hagvöxtur: Menning, þjóðfélag og framfarir á Vesturlöndum (HÍ 1996). Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.