Bókarkynning: Dialectics of the Big Bang and the Absolute Existence of the Multiverse
Veröld - Hús Vigdísar
Heimasvæði tungumálanna
Fimmtudaginn 26. september kl. 15:30 mun Gregory Phipps, prófessor við Mála- og menningardeild HÍ, kynna nýútkomið rit sitt Dialectics of the Big Bang and the Absolute Existence of the Multiverse.
Kynningin fer fram á Heimasvæði tungumála í Veröld – húsi Vigdísar og verður á ensku. Verið hjartanlega velkomin!
Um bókina
Í þessu þverfaglega riti er að finna díalektíska frásögn um upphaf alheimsins þar sem heimspeki Hegels er fléttuð við skrif um tilgátuna um Miklahvell. Samkvæmt lýsingum vísindamanna á Miklahvelli var fyrsta sekúnda tilvistarinnar viðburðaríkur tími þar sem alheimurinn fór í gegnum sex ólík tímabil. Með því að stilla saman skrifum Hegels annars vegar og heimsfræðilegum frásögnum hins vegar greinir Gregory Phipps þessa hreyfingu sem díalektíska framrás. Hann skoðar einnig hvernig þessi fyrsta sekúnda inniheldur vísbendingar um tilvist og gerð ímyndaðs fjölheims.
Um höfundinn
Gregory Phipps er prófessor við Háskóla Íslands þar sem hann kennir bandarískar bókmenntir og menningarsögu. Meðal rannsóknarsviða hans eru þverfagleg fræði, skáldskapur tuttugustu aldar, Hegel, pragmatismi og samtvinnun.
Gregory Phipps, prófessor við mála- og menningardeild, er höfundur bókarinnar Dialectics of the Big Bang and the Absolute Existence of the Multiverse.