Skip to main content

Baudelaire og prósaljóðið

Baudelaire og prósaljóðið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. september 2024 13:30 til 16:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Útgáfuhóf og málþing í Auðarsal í Veröld – Húsi Vigdísar, 7. september 2024, kl. 13:30-16:30

Á vordögum kom út á íslensku tímamótaverkið Parísardepurð. Stutt ljóð í lausu máli (Le Spleen de Paris. Petits poèmes en prose) eftir Charles Baudelaire. Þetta verk hafði mikil áhrif á vestrænar bókmenntir, ekki síst hugmyndir um ljóðlist og skrif á stuttum textum.

Laugardaginn 7. september verður útgáfu bókarinnar fagnað með málþingi á vegum STUTT - rannsóknastofu í smásögum og styttri textum. Þar verður fjallað um verkið og þýðingar á ljóðum Baudelaires en einnig um prósaljóðið í meðförum annarra skálda. 

Ásdís R. Magnúsdóttir þýddi Parísardepurð og Kristín Guðrún Jónsdóttir ritstýrði. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stóð að útgáfunni í samstarfi við Háskólaútgáfuna.

Dagskrá

  • Kristín Guðrún Jónsdóttir: Baudelaire og hlykkjótta slangan hans. Hvers konar verk er Parísardepurð?
  • Toby Erik Wikström: Má finna heiminn í einu ljóði? Baudelaire og hnattvæðingin
  • Magnús Sigurðsson: Margt smátt gerir lítið eitt. Um brotamyndir í skáldskap Davids Markson
  • Stutt hlé 14:50-15:00
  • Guðrún Kristinsdóttir: Íslenskar þýðingar á ljóðum og prósaljóðum Charles Baudelaire
  • Sölvi Björn Sigurðsson: Spjall um upphaf módernismans í franskri ljóðagerð
  • Ásdís Rósa Magnúsdóttir: Ljóðrænn prósi og prósaljóð á undan Baudelaire

Boðið verður upp á léttar veitingar að málþingi loknu.

Hjartanlega velkomin!

STUTT - rannsóknastofa í smásögum og styttri textum.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Sendiráð Frakklands á Íslandi.

Á vordögum kom út á íslensku tímamótaverkið Parísardepurð. Stutt ljóð í lausu máli (Le Spleen de Paris. Petits poèmes en prose) eftir Charles Baudelaire í þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur, prófessor í frönsku máli og bókmenntum. Laugardaginn 7. september verður útgáfu bókarinnar fagnað með málþingi í Veröld.

Baudelaire og prósaljóðið