Engin þögn framar – gegn kynferðislegri áreitni
Aðalbygging
Hátíðasalur
(English below)
Jessica Cantlon prófessor í sálfræði við Carnegie Mellon háskóla heldur fyrirlestur um baráttuna gegn kynferðislegri áreitni í bandarísku háskólasamfélagi. Jessica var í hópi kvenna í Bandaríkjunum sem valdar voru manneskjur ársins (Person-of-the-Year) af tímaritinu Time árið 2017 sem the Silence Breakers.
Hún var í fararbroddi hóps kvenna í Rochester háskóla sem hófu aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og í viðtölum vestra hefur hún lýst ferlinu sem varð til þess að þær sáu sig knúnar til að gera mál sín opinber. Kvartanir þeirra höfðu verið hundsaðar, lítið gert úr þeim, unnið gegn orðspori þeirra eða reynt að þagga niður í þeim með öðrum hætti. Mál þeirra höfðu miklar afleiðingar fyrir Rochester háskóla og ýttu af stað hræringum og baráttu í öðrum bandarískum háskólum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sem jafnframt er ráðherra jafnréttismála, ávarpar fundinn.
Eftir erindi Jessicu verða pallborðsumræður með Kára Hólmari Ragnarssyni, dósent í lögfræði sem situr í fagráði Háskóla Íslands um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi, Ester Gústavsdóttur mannauðsstjóra HR og Lísu Margréti Gunnarsdóttur formanns LÍS Landssambands íslenskra stúdenta. Viðburðurinn er á ensku.
Að viðburðinum standa námsbraut í kynjafræði, MARK miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna, og Fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi
Öll velkomin
English version:
Jessica Cantlon, Professor of Developmental Neuroscience/Psychology at Carnegie Mellon University, will give a public talk on the fight against sexual harassment in US universities. She was one of the women at the heart of the sexual harassment complaints at the University of Rochester, and in 2017 she was selected as Time Person of the Year as one of the Silence Breakers.
She has described in interviews the process before she and her colleagues went public, how their complaints had been ignored, their reputation smeared or attempts made to silence them. The case severely affected the University of Rochester and encouraged women in other universities to act. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Minister of Equality will address the meeting.
After the talk, there will be a panel with Kári Hólmar Ragnarsson, member of the Professional Council on gender-related and sexual harassment & sexual violence, Ester Gústavsdóttir, Human Resources Manager, Reykjavík University, and Lísa Margrét Gunnarsdóttir, chairman of the National Union of Icelandic Students. The event is in English.
Jessica var í hópi kvenna í Bandaríkjunum sem valdar voru manneskjur ársins (Person-of-the-Year) af tímaritinu Time árið 2017 sem Silence Breakers.