Erasmus+ ferða- og dvalarstyrkir fyrir starfsfólk HÍ
Háskólatorg
300
Fulltrúar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta kynna möguleika á Erasmus+ styrkjum til kennara- og starfsmannaskipta. Farið verður yfir skilyrði fyrir styrk, umsóknarferlið og spurningum svarað.
Þá verður fjallað um þann möguleika deilda HÍ að bjóða til sín fulltrúum fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka í öðrum þátttökulöndum Erasmus+ til að sinna gestakennslu.
Einnig verða möguleikar í Erasmus+ kennara- og starfsmannaskiptum utan Evrópu kynntir.
Eftir kynninguna verða fulltrúar Skrifstofu alþjóðasamskipta áfram á staðnum ef einhverjir vilja frekari upplýsingar eða ráðgjöf.
Erasmus+ styrkir til kennara- og starfsmannaskipta innan Evrópu https://www.hi.is/nam/erasmus_styrkir_innan_evropu
Erasmus+ kennara- og starfsmannaskipti utan Evrópu https://www.hi.is/nam/erasmus_styrkir_utan_evropu
Kynningin verður á íslensku.
Fjölmargir starfsmenn hafa nýtt sér Erasmus+ ferða- og dvalarstyrki síðustu ár.