Skip to main content

Norðurslóðafræði, - Viðbótardiplóma

Norðurslóðafræði, - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Norðurslóðafræði

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Nám í norðurslóðafræðum veitir nemendum ítarlega þekkingu á norðurslóðum, sem hafa vaxandi vægi í alþjóðasamskiptum. Námið er einstakt að því leyti að það stillir norðurslóðum upp sem viðfangsefni sem rannsaka þarf svæðisbundið

Skipulag náms

X

Kenningar í alþjóðasamskiptum (ASK102F)

Námskeiðið er inngangur að kenningum í alþjóðasamskiptum. Það veitir nemendum undirstöðu til greininga á öðrum sviðum alþjóðasamskipta. Mælt er með að nemendur taki það sem fyrst á námsferlinum. Í námskeiðinu eru nemendur kynntir fyrir kenningaramma alþjóðasamskipta með það að markmiði að þroska færni þeirra til að skilja og greina viðburði samtímans með því að beita kenningum.

Viðfangsefnið er skoðað í gegnum helstu umræður (e. debates) í fræðunum, með áherslu á raunhyggju (e. realism), frjálslynda stofnanahyggju (e. liberalism/liberal institutionalism), og mótunarhyggju (e. constructivism) og samspil sögulegra og vísindalegra aðferða annars vegar og gerendahæfni og formgerðar hins vegar.

Fjallað er um viðfangsefni alþjóðasamskipta. Annars vegar þær aðferðir sem kenningarnar nota til að varpa ljósi á þessi efni og hins vegar hvernig kenningarnar lýsa stjórnmálum alþjóðakerfisins.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum, í minni og stærri hópum. Áhersla er lögð á að nemendur þroski greiningar- og ritfærni í gegnum skil á ólíkum rituðum verkefnum.

X

Arctic Politics in International Context (ASK113F)

This course examines the aims, interests, opportunities, and challenges of states, non-state actors, regional fora, and international organizations in a changing Arctic region. With a focus on policy, politics, and current issues, it analyses the contemporary dilemmas posed by Arctic governance, cooperation, and imaginaries of the region.

Building on the fundamentals taught in ‘Introduction to Arctic Studies’, this course investigates the Arctic policies of the ‘Arctic Eight’ states, as well as states located outside the region. Five of the ‘Arctic Eight’ are Nordic small states, and so this angle is also considered. The role and achievements of other relevant entities such as the Arctic Council, the Arctic Coast Guard Forum, NATO, the EU, and the UN is also analyzed. The course has an international focus and provides an in-depth examination of the major political contours in today’s Arctic

X

Introduction to Arctic Studies (ASK117F)

This course provides a comprehensive foundation in Arctic studies. The essentials are covered, such as defining the field; identifying key actors; providing a brief regional history; and exploring current drivers and trends (especially the role of climate change). Class visits to Arctic-relevant entities in Reykjavik will also be undertaken.

The aim of this course is to provide students with a thorough grounding in the overall field of Arctic studies, in order that they may progress to more focused coursework within that field. By bringing together academic knowledge of the field with practical experience at some of the main locations for Arctic-related activities in Iceland, the course demonstrates the important contribution Arctic studies make in the lived reality of Arctic affairs. The visit schedule is subject to change each year, but is likely to be drawn from the following list: the Ministry of Foreign Affairs; the Althingi; the Icelandic Coastguard; the Hofdi Peace Centre; the Arctic Circle Secretariat; relevant foreign diplomatic representation. 

X

Staða Íslands í alþjóðakerfinu (ASK105F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir alþjóðasamvinnu og stöðu Íslands í alþjóðakerfinu. Hnattvæðing verður skoðuð í sögulegu ljósi og farið yfir helstu kenningar um hnattvæðingu. Fjallað verður um áhrif hnattvæðingar á stjórnmál, efnahagsmál, ríki og einstaklinga. Utanríkisstefna Íslands verður greind og áhersla lögð á þau málefni sem eru í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum um þessar mundir. Sjónum er beint að varnar- og öryggismálum á Íslandi, þátttöku Íslands í málefnum norðurslóða og norrænu samstarfi, og stöðu Íslands í ljósi breyttrar heimsmyndar. Fjallað verður sérstaklega um stofnanir sem sinna öryggismálum á landinu eins og Landhelgisgæsluna, Póst- og fjarskiptastofnunina og Ríkislögreglustjóra. Samrunaþróunin í Evrópu verður skoðuð með tilliti til þeirra leiða sem Ísland hefur valið í samskiptum sínum við Evrópu. Skoðað verður sérstaklega hvaða áhrif EES-samningurinn hefur haft á Íslandi. Einnig verður gerð grein fyrir þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna og framboði Íslands til Öryggisráðs SÞ.

X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

Verkefni í alþjóðasamskiptum (ASK106F)

Nemendum gefst færi á að vinna einstaklings verkefni í umsjón fastra kennara við deildina. Viðfangsefni og lesefni er ákveðið í sameiningu af kennara og nemanda.  Nemandi hefur frumkvæði af því að hafa samband við þann kennara sem hann óskar eftir að vinna verkefnið hjá.

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Cynthia Neil
Frederik Gerke
Cynthia Neil
Norðurslóðafræði, Viðbótardiplóma

Námið í norðurslóðafræðum veitti mér hagnýta þekkingu byggða á kenningum alþjóðasamskipta, sem hjálpaði mér að skilja betur flóknar hnattrænar og pólitískar áskoranir norðurslóða. Þessi sérfræðiþekking hefur nýst í starfi mínu hjá Umhverfisstofnun Bandaríkjanna, sem rannsakandi við Háskólann í Iowa og sem kennari í samfélagsháskóla. Það var mjög vel tekið á móti mér af bæði nemendum og kennurum við HÍ. Ég byggði upp gott tengslanet og eignaðist vini til frambúðar á þessu misseri í Reykjavík.

Frederik Gerke
Norðurslóðafræði, viðbótardiplóma

Diplómanámið í norðurslóðafræði var mér ómetanleg reynsla og dýpkaði þekkingu mína á þessu einstaka svæði varðandi pólítík, umhverfi og menningu. Námið samanstendur af námskeiðum þar sem Norðurheimskautið og alþjóðasamskipti eru í brennidepli og þau gefa góðan grunn. Með þátttöku í Hringborði norðurslóða fengum við innsýn í raunveruleikann á bak við fræðin. Námsleiðin jók ástríðu mína fyrir málefnum norðurslóða og opnaði tækifæri til framtíðar.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.