Skip to main content

Vöðvaverndardagurinn

Vöðvaverndardagurinn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. febrúar 2024 9:00 til 15:30
Hvar 

Háskólinn í Reykjavík

Nánar 
Verð 29.900 kr.

Opni háskólinn og deildir íþróttafræði og sálfræði Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Landspítala og Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, standa að ráðstefnunni Vöðvaverndardagurinn þann 15. febrúar 2024.

Verð: 29.900 kr.

Skráning hér

Viðburðurinn er fyrsta skrefið í tímamótanálgun tveggja vísindasviða í heilbrigðismálum á Íslandi. Erlendir og íslenskir fræðimenn á sviðum heilbrigðis- og íþróttavísinda verða með erindi til að opna á samtal milli fagstétta í heilbrigðiskerfinu og íþróttafræðinnar.

Ráðstefnan varpar ljósi á vöðvavernd á efri árum. Erindin fjallar um þá þekkingu sem er til staðar í dag á fyrirbærinu sarcopenia (tap á vöðvastyrk og massa) og þau úrræði til staðar eru til að fyrirbyggja aldurstengt vöðvatap, þvert á svið vísinda.

Fyrirlesarar eru sérfræðingar á sviði öldrunarlækninga, þjálfunar- og heilbrigðisvísinda, næringarfræði, atferlisfræði og menntamála. Síhækkandi aldur þjóðarinnar og aldurstengdir sjúkdómar eru áskoranir sem eru öllum viðkomandi og ætlar Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við LSH og HÍ, að skoða hugmyndir og möguleikana að innleiða íþróttavísindi og þjálfun sem hluta af meðferðarúrræðum í heilbrigðiskerfinu.

Um árabil hafa samtökin American College of Sports Medicine (ACSM) kynnt hugmyndir um innleiðingu líkamsþjálfunar sem hluta af meðferðarúrræðum í læknavísindum. Verkefnið, Exercise Is Medicine (EIM), hefur náð fótfestu í um 40 löndum víða um heim. Hugmyndin um að virkja líkamsþjálfun sem meðferðarúrræði í heilbrigðiskerfinu hófst fyrir nokkrum árum hér á landi í formi hreyfiseðlakerfis sem er undir hatti heilbrigðisstétta (lækna og sjúkraþjálfara). Aðstandendur Vöðvaverndardagsins telja að gott má gera betra með útvíkkun hreyfiúrræða á þverfaglegum vísindagrunni með samstarfi íþróttavísinda við heilbrigðisstarfsfólk og -stofnanir.

Erindi ráðstefnunnar eiga upp á pallborð fagfólks og annarra áhugasamra um framþróun og umbætur í heilbrigðismálum þjóðarinnar.

Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við LSH og HÍ, að skoða hugmyndir og möguleikana að innleiða íþróttavísindi og þjálfun sem hluta af meðferðarúrræðum í heilbrigðiskerfinu.

Um árabil hafa samtökin American College of Sports Medicine (ACSM) kynnt hugmyndir um innleiðingu líkamsþjálfunar sem hluta af meðferðarúrræðum í læknavísindum. Verkefnið, Exercise Is Medicine (EIM), hefur náð rótfestu í um 40 löndum víða um heim. Hugmyndin um að virkja líkamsþjálfun sem meðferðarúrræði í heilbrigðiskerfinu hófst fyrir nokkrum árum hér á landi í formi hreyfiseðlakerfis sem er undir hatti heilbrigðisstétta (lækna og sjúkraþjálfara). Aðstandendur Vöðvaverndardagsins telja að gott má gera betra með útvíkkun hreyfiúrræða á þverfaglegum vísindagrunni með samstarfi íþróttavísinda við heilbrigðisstarfsfólk og -stofnanir.

Erindi ráðstefnunnar eiga upp á pallborð fagfólks og annarra áhugasamra um framþróun og umbætur í heilbrigðismálum þjóðarinnar.

Háskólinn í Reykjavík mun stoltur kynna drög að nýrri námsbraut á grunnstigi, sem verður hornsteinn hugmyndarinnar um að brúa bilið milli þjálfunarfræði og heilbrigðisvísinda.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setur ráðstefnuna.

Aðalfyrirlesarar eru:

  • Dr. Maria Fiatarone Singh, öldrunarlæknir og prófessor við háskólann í Sydney, Ástralíu
  • Dr. Stuart M Phillips, prófessor við McMaster háskólann í Kanada

Aðrir fyrirlesarar eru:

  • Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og yfirlæknir öldrunar Landspítala
  • Andrew McCauley, sjúkraþjálfari frá ProCare Sports Medicine
  • Arnar Hafsteinsson, íþróttafræðingur og doktorsnemi við Heilbrigðisvísindasvið HÍ
  • Baldur Þorgilsson, rafmangsverkfræðingur með áherslu á heilbrigðistækni, Iðn- og tæknifræðideild HR
  • Dr. Hanna S. Steingrímsdóttir, Dósent við Sálfræðideild HR
  • Dr. Ólöf Guðný Geirsdóttir, prófessor og deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar HÍ
  • Dr. Rainer Rawer, doktor í rafmagnsverkfræði og yfirmaður tækniþróunar hjá Novotec Medical GmbH

    Fundarstjóri: Katrín Ýr Friðgeirsdóttir

Ekki missa af þessum einstaka viðburði og tækifæri til að heyra nokkra af helstu sérfræðingum heims í rannsóknum á heilsu á efri árum (Healthy aging) fjalla um nýjustu þekkingu á vísindasviðinu. Um er að ræða tímamótaviðburð sem snertir eina af stærstu áskorunum þjóðarinnar í heilbrigðismálum; Hækkandi aldur og aukna sjúkdómabyrði elstu hópa samfélagsins. Komdu og taktu þátt í samtalinu, hittu sérfræðinganna og fáðu nýja þekkingu á heilsusamlega öldrun.

Dagskrá

09:00 -
Setning
09:15 -
Dr. Anna Björg Jónsdóttir - ... hamarinn sem var búinn til fyrir 30 árum virkar ekki lengur.
09:35 -
Dr. Maria Fiatarone Singh - Overcoming resistance to resistance training: rationale and recommendations.
10:25 -
Kaffihlé
10:35 -
Dr. Hanna Steinunn Steingrímsdóttir - Mikilvægi samvinnu þegar unnið er með fólki.
10:55 -
Dr. Rainer Rawer - Enhancing elderly care: Mechanography for assessing muscle function and performance
11:15 -
Dr. Ólöf Guðný Geirsdóttir - Matur & næring – lífsins elexír
11:35 -
Hádegishlé
12:15 -
Dr. Stuart M Philips - Aging well with health and vitality: The roles of exercise and diet.
13:05 -
Fyrirlesari óstaðfestur - Enhancing Functional Independence in Frequent Fallers with Explosive Power Training
13:35 -
Kaffihlé
13:45 -
Dr. Rainer Rawer - Side-alternating vibration: Enhancing training and therapy for the elderly
14:15 -
Dr. Baldur Þorgilsson - Electromyography: understanding is the key to success
14:35 -
Arnar Hafsteinsson, MSc. - Nýsköpun í háskólamenntun: Byrjun á samvinnu milli þjálffræði- og læknavísinda
15:00 -
Pallborðsumræður
15:30 -
Dagskrárlok
15:30 -
Dagskrárlok