Skip to main content

Útgáfu- og kynningarhóf Sérrits Netlu: Þau skiptu máli: Sögur grunnskólakennara

Útgáfu- og kynningarhóf Sérrits Netlu: Þau skiptu máli: Sögur grunnskólakennara   - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. mars 2024 15:00 til 17:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Blásið er til útgáfuhófs í tilefni af útgáfu sérrits Netlu:

Þau skiptu máli: Sögur grunnskólakennara.

Útgáfuhófið verður haldið miðvikudaginn 13. mars klukkan 15:00-17:00 í stofu H–207 á Menntavísindasviði í Stakkahlíð. 

Í ritinu eru 10 greinar um jafnmarga grunnskólakennara sem hafa unnið og eru að vinna áhugavert og framsækið starf. Höfundar greinanna eru af Menntavísindasviði, frá Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Norður-Iowa. Í útgáfuhófinu verða greinar tímaritsins kynntar. í lokin er boðið upp á veitingar og gestir geta átt samtal við höfunda og kennarana sem greinarnar fjalla um. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Ritstjórnarteymið 
Hafdís Guðjónsdóttir, Jónína Vala Kristinsdóttir og Svanborg R Jónsdóttir 

Slóð á tímaritið

https://netla.hi.is/serrit-thau-skiptu-mali-sogur-grunnskolakennara/