Útgáfa vorheftis Stjórnmál & Stjórnsýsla
Oddi 101
Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 1. tbl. 20. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla verður haldið fimmtudaginn 20. júní kl. 16:30, í Odda 101, í HÍ.
Íslenskir blaðamenn í breyttum heimi: Aukin áhersla á klassísk gildi en undir vaxandi þrýstingi
Við opnunina kynna þau Valgerður Jóhannsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Birgir Guðmundsson, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, grein þeirra og Jóns Gunnars Ólafssonar, nýdoktors við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um rannsókn á viðhorfum íslenskra blaðamanna til hlutverks síns í samfélaginu og upplifun þeirra af utanaðkomandi þrýstingi á störf sín.
Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindi þeirra og síðan verður boðið upp á léttar veitingar á annarri hæð Odda.
Öll velkomin.
Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 1. tbl. 20. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla verður haldið fimmtudaginn 20. júní kl. 16:30, í Odda 101, í HÍ.