Skip to main content

Umframerfðir, erfðir og aðlögun í náttúrulegum stofnum lífvera

Umframerfðir, erfðir og aðlögun í náttúrulegum stofnum lífvera - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. júní 2024 12:30 til 13:30
Hvar 

Askja

Stofa 131

Nánar 
Irene Adrian-Kalchhauser, sérfræðingur í umframerfðum

Prófessor Irene Adrian-Kalchhauser heldur fyrirlestur við Háskóla Íslands um umframerfðir, erfðir og aðlögun í viltum stofnum lífvera (titill erindis á ensku: Epigenetics, genetics and adaptation in naturally diverging populations)

Dr. Irene Adrian-Kalchhauser er prófessor við stofnun smitsjúkdóma og meinafræði við Háskólann í Bern (University of Bern, Institute of Infectious disease and pathology).

Erindið fjallar um rannsóknir á mögulegu mikilvægi DNA metýlunar sem samkvæmt tilgátum gerir lífverum kleift að flytja upplýsingar um umhverfisaðstæður til næstu kynslóðar án beinnar breytinga á DNA röðum gena. Leiddar hafa verið likur að því að slík kerfi auðveldi aðlögun lífvera. Dr. Irene Adrian-Kalchhauser fjallar um nokkrar rannsóknir á þessu fyrirbæri, m.a. í hornsílum og fuglum. Lengra ágrip um erindið er aðgengilegt á enskri útgáfu viðburðarins.

Erindi Irene er í boði Líf- og umhverfisvísindastofnunar og Lífvísindaseturs Háskóla Íslands.

Irene Adrian-Kalchhauser, sérfræðingur í umframerfðum

Umframerfðir, erfðir og aðlögun í náttúrulegum stofnum lífvera