Skip to main content

Þolgæði flétta: svörun lífeðlisfræði og efnaskipta við umhverfisöfgum tengdum loftslagi

Þolgæði flétta: svörun lífeðlisfræði og efnaskipta við umhverfisöfgum tengdum loftslagi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. janúar 2025 12:30 til 13:30
Hvar 

Askja

129

Nánar 
Líffræði

Reynir Freyr Reynisson, doktorsnemi við Háskólann í Munchen (Ludwig-Maximilians-Universität München, Fakultät für Biologie, Systematik, Biodiversität & Evolution der Pflanzen) kynnir rannsóknir sínar í erindi sem nefnist "Unraveling Lichen Resilience: Physiological and Metabolic Responses to Environmental Stress Across Contrasting Climates".

Fléttur eru sambýlislífverur og lifa við mjög erfiðar og öfgafullar aðstæður. Því eru þær heppilegt líkan til að kanna heilsu vistkerfa og áhrif loftslagsbreytinga. Rannsóknirnar snúast um efnaskipti, lífeðlisfræðilega ferla og genatjáningu í fléttum undir umhverfisálagi. Nánara ágrip er á enskri útgáfu viðburðar.

Dagskrá erinda líffræðistofnunar HÍ má sjá á vef Líf- og umhverfisvísindastofnunar HÍ.

https://luvs.hi.is/is/friday-biology-seminars

Peltigera praetexdata og Peltigera leucophlebia og puttar

Þolgæði flétta: svörun lífeðlisfræði og efnaskipta við umhverfisöfgum tengdum loftslagi