Þessi frægu glæpamál: Morðin á Sjöundá og Illugastöðum
Háskólatorg
Bóksala stúdenta
Boðað er til útgáfuhófs í tilefni af útgáfu bókarinnar Þessi frægu glæpamál: Morðin á Sjöundá og Illugastöðum. Það eru Már Jónsson, prófessor í sagnfræði og Jón Torfason, fyrrverandi skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands sem rita ítarlegan inngang og tóku saman heimildir sem eru gefnar út í heild sinni í fyrsta sinn í þessari bók. Útgefandur eru Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og Háskólaútgáfan.
Haldið í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi fimmtudaginn 14. mars kl. 15:30-17:00. Verið öll velkomin.
Segja má að morðæði hafi gripið Sýnisbókaröðina því að á þessu ári munu koma úr tvær bækur sem tengjast þessum tveimur frægu morðmálum, áðurnefnd bók og svo er von á bók í haust eftir Steinunni Kristjánsdóttur prófessor sem heitir Dauðadómurinn.
Boðað er til útgáfuhófs í tilefni af útgáfu bókarinnar Þessi frægu glæpamál: Morðin á Sjöundá og Illugastöðum.