Skip to main content

Sýn stjórnenda og starfsfólks leik- og grunnskóla á góða vinnustaðamenningu

Sýn stjórnenda og starfsfólks leik- og grunnskóla á góða vinnustaðamenningu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. október 2024 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur Háskóla Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á málþinginu verður rætt um niðurstöður nýrrar rannsóknar um reynslu kennara og stjórnenda í leik- og grunnskólum þar sem vel gengur.

Valdir voru til þátttöku skólar sem hafa áður fengið góðar niðurstöður í starfmannakönnunum um starfsánægju, samskipti, stjórnun og skólamenningu.

Niðurstöður nýju rannsóknarinnar varpa ljósi á árangursríkar leiðir til að styðja við vellíðan kennara í starfi og góða vinnustaðamenningu í skólum. Sérstök áhersla verður á samtal um niðurstöðurnar og um leiðir til að nýta þær til hagsbóta fyrir starf skóla hér á landi.

Dagskrá:

Tónlistaratriði

Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, fundarstjóri setur málþingið

Sýn kennara og stjórnenda á góða skólamenningu í leik- og grunnskólum. Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir, lektor Menntavísindasviði og Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor Félagsvísindasviði kynna niðurstöður nýrrar rannsóknar um sýn kennara og stjórnenda á góða skólamenningu í leik- og grunnskólum þar sem vel gengur.

Kl. 15. Hvernig getum við nýtt niðurstöðurnar? Björn Gunnlaugsson skólastjóri Laugarnesskóla stýrir samtali fulltrúa kennara og fulltrúa stjórnvalda um spurninguna: Hvernig getum við nýtt niðurstöður rannsóknarinnar til að styðja leik- og grunnskóla hér á landi? Þátttakendur: Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Silja Kristjánsdóttir, grunnskólakennari og deildarstjóri nemendamála og mannauðs í Sjálandsskóla og Hjördís Símonardóttir leikskólakennari og deildarstjóri.

Kl. 15:45. Hvernig getum við styrkt góða skólamenningu og vellíðan kennara? Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, dregur saman efni málþingsins.

16. Málþingi slitið Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, slítur málþinginu.

Sérstök áhersla verður á samtal um niðurstöðurnar og um leiðir til að nýta þær til hagsbóta fyrir starf skóla hér á landi.

Sýn stjórnenda og starfsfólks leik- og grunnskóla á góða vinnustaðamenningu