Skip to main content

Starfsþjálfun í háskólanámi: Samþætting og fyrirkomulag til að bæta nám

Starfsþjálfun í háskólanámi: Samþætting og fyrirkomulag til að bæta nám - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. júní 2024 14:00 til 15:30
Hvar 

Askja

Kennslustofa N-130

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Stephen Billett, Griffith University, Ástralíu heldur opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands 20. júní kl. 14:00-15:30 í Öskju  (stofa N-130).

Starfsþjálfun í háskólanámi: Samþætting og fyrirkomulag samþætting til að bæta nám er heiti fyrirlesturs Billett.

Mikil áhersla hefur verið lögð á ráðningarhæfi háskólanema hjá nemendum, vinnuveitendum og stjórnvöldum og því er mikilvægt að ræða hvernig hægt er að auka ráðningarhæfi með tilliti til markmiða háskólanáms. Starfsþjálfun á vinnustað hefur gjarnan verið nefnd í þessu samhengi. Árangur starfsþjálfunar fer þó eftir því hvernig reynsla nemenda í námi og starfi er samþætt. Fyrirlesturinn fjallar um mikilvægi náms í skóla og á vinnustað, en einnig hvernig samþætting reynslu á hvorum stað styður best við nám nemenda. Rætt verður um hvað einkennir gæði á náms á vinnustað og hvernig ætti að skipuleggja starfsþjálfun í samhengi við nám í háskóla. Byggt verður á rannsóknum á vinnustöðum sem vettvang náms og félags- og menningarleg nálgun nýtt til að skilja reynslu nemenda.

Stephen Billett er prófessor í starfsmenntun og menntun fullorðinna á menntavísindasviði Griffith Háskóla í Brisbane, Ástralíu.

.

Starfsþjálfun í háskólanámi: Samþætting og fyrirkomulag samþætting til að bæta nám