Snjallhljóðfæri og tilraunakennd hugvísindi
Stakkahlíð / Háteigsvegur
Bratti
Þórhallur Magnússon, rannsóknaprófessor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, heldur lokafyrirlestur DHNB (Digital Humanities in the Nordic and Baltic countries) ráðstefnunnar sem fram fer á vegum Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista við Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Haldið í Bratta í Stakkhlíð föstudaginn 31. maí kl. 12.45 til 14.00.
Um fyrirlesturinn
Fjölbreyttar reiknifræðilegar aðferðir gegna lykilhlutverki í stafrænum hugvísindum, þar sem algrími eru notuð sem verkfæri til að rannsaka gagnasöfn bæði í menningu og vísindum. Hins vegar felur þróun slíkra verkfæra óhjákvæmilega í sér túlkun áður en nokkur gagnagreining á sér stað, sem undirstrikar þörfina fyrir gagnrýna hugsun og tilraunakenndar aðferðir í tengslum við hönnun, notkun og mat á slíkum verkfærum. Í þessum fyrirlestri mun ég kynna rannsóknir sem unnar eru við rannsóknarstofuna Intelligent Instruments Lab við Háskóla Íslands. Við hönnum hljóðfæri með innbyggðri gervigreind og rannsökum hvernig fólk tekst á við greind, atbeina og ásetning í þessum tækjum. Í þessari vinnu höfum við til dæmis þróað nýja útgáfu af hinu hefðbundna íslenska langspili, þjálfað gervitauganet á mörgum klukkustundum af tónlistargögnum og notað hljóðfæri sem verkfæri við rannsóknir á stórum gagnasöfnum. Við stundum listrannsóknir sem grundvöll fyrir tilraunakennd hugvísindi og skoðum sérstakra áhrif gervigreindar á samtímamenningu. Í erindinu mun ég einnig kynna tilraunavistkerfi rannsóknarstofunnar, lýsa aðferðafræði þar sem hljóðfæri eru notuð sem tengihlutir fyrir þverfaglega samvinnu og segja frá því hvernig við opnum dyr rannsóknarstofunnar fyrir almenna þátttöku í því sjónarmiði að stunda borgaravísindi (e. citizen science) sem hluta af rannsóknarferlinu.
Þórhallur Magnússon, rannsóknaprófessor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands.