Skip to main content

Skírnarguðfræði Lúthers og lúthersk skírnarguðfræði á Íslandi

Skírnarguðfræði Lúthers og lúthersk skírnarguðfræði á Íslandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. nóvember 2024 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ólafur Jón Magnússon, prestur í Sænsku kirkjunni, kynnir niðurstöður MA-verkefnis síns við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, sem ber yfirskriftina: „Engin stórkostlegri huggun á jörðu“: Skírnarguðfræði Lúthers og lúthersk skírnarguðfræði íslenskra helgisiðabóka.

Haldið í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 4. nóvember kl. 12:00–13:00.

Í fyrirlestrinum kynnir Ólafur Jón skírnarguðfræði Marteins Lúther, eins og hún er sett fram í  átta ritum sem spanna allan feril siðbótarmannsins. Skírnarguðfræði Lúthers er síðan borin saman við þá skírnarguðfræði sem birtist í skírnaratferli helstu helgisiðabóka lúthersku kirkjunnar á Íslandi, frá handbók biskups Marteins Einarssonar 1555 til núgildandi handbókar frá 1981. 

Aðalbygging HÍ.

Skírnarguðfræði Lúthers og lúthersk skírnarguðfræði á Íslandi