Sjóeldi á laxi og byggðastefna
Hvenær
22. mars 2024 11:00 til 12:00
Hvar
Oddi
Stofa 312
Nánar
Aðgangur ókeypis
Íslendingar vilja gera margt til þess að verja veik byggðarlög. En hefur sjóeldi það aðdráttarafl sem vonast var til?
Fólki fækkaði hratt á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði á fyrstu árum aldarinnar, en nokkur nýliðin ár hefur íbúum aftur fjölgað. Uppbygging sjóeldis ræður mestu um það. Rætt verður um áhrif sjóeldis á byggð í næsta nágrenni, leyfisveitingar og byggðastefnu.
Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar ræðir áhrif sjóeldis á byggð í næsta nágrenni, leyfisveitingar og byggðastefnu.