Skip to main content

Sjálfsstjórnaréttindi fólks af frumbyggjaættum

Sjálfsstjórnaréttindi fólks af  frumbyggjaættum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. mars 2024 13:00 til 14:00
Hvar 

Oddi

Stofa 106

Nánar 
Aðgangur ókeypis

L. Paloma Abregu er framkvæmdastjóri Centro Saphichay sem berst fyrir réttindum fólks af Chanka frumbyggjaættum í mið-Andesfjöllum í Perú. Kynning hennar mun hefjast á stjórnmálafræðilegu samhengi starfseminnar og síðan mun Paloma færa fram þær áskoranir sem hún og frumbyggjar í Perú standa frammi fyrir þessa stundina. Þar á eftir mun umræðan færast til aðgerðastefnu og hvernig hún getur stuðlað að uppbyggingu og eflingar sjálfsstjórnar frumbyggjahópa, en þau málefni ná allt frá varðveislu móðurmáls, athafnasiða, læknisþekkingar og sjálfsmyndar til matvælaöryggis og umhverfisþátta.

Umræðan mun að mestu miða að málefnu innan Perú en dæmi verða tekin úr svipuðum aðstæðum víðs vegar að úr heiminum. Paloma lauk námi í umhverfisfræði, samfélagsþróun og myndlist frá Háskólanum í Vermont, sem og MA-gráðu í alþjóðamálum frá Háskólanum í Queensland. Einnig hefur hún lokið gráðu í stríðsátökum og friðarferli og frá Friðarháskóla Evrópusambandsins.

Paloma hefur 10 ára reynslu í að styðja og efla réttindabaráttu frumbyggjahópa bæði í Perú og á heimsvísu, en hún hefur lagt áherslu á matvælaöryggi, varðveislu tungumála, sjálfsstjórn og áhrifa byggðarþróunar á sjálfsmynd. Einnig hefur hún gerst aðgerðarsinni gegn námuvinnslu.

Sjálfsstjórnaréttindi fólks af  frumbyggjaættum