Skip to main content

NORDYRK starfsmenntunarráðstefna 2024

 NORDYRK starfsmenntunarráðstefna 2024 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. júní 2024 10:00 til 5. júní 2024 12:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

NORDYRK ráðstefna 3.–5. júní 2024 í Háskóla Íslands. Þema ráðstefnunnar er þróun starfsmenntunar: togstreita milli hefða og umbreytinga. 

NORDYRK er norrænt netverk um rannsóknir á starfsnámi (http://nordyrk.net/). Samtökin halda ráðstefnu á hverju ári þar sem kynntar eru rannsóknir og þróunarverkefni á sviði starfsnáms. Ráðstefnan ferðast á milli Norðurlandanna og árið 2024 verður hún haldin á Íslandi, 3.–5. júní.
Tilgangur ráðstefnunnar er að kynna og ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem tengjast starfsmenntun, sem og að kynnast öðrum á þessum vettvangi, skiptast á hugmyndum og skapa tækifæri til samstarfs. Þema ráðstefnunnar þetta árið er Evolving VET: Navigating traditions and transformations en viðfangsefni erinda á ráðstefnunni geta þó tengst hvaða þætti starfsmenntunar sem er.

Gestir og fyrirlesarar á ráðstefnunni eru rannsakendur, doktorsnemar og kennarar við kennaradeildir í háskólum á Norðurlöndum þar sem verið er að mennta kennara í starfsgreinum. Einnig eru kennarar, skólastjórnendur og aðrir sem starfa á vettvangi starfsmenntamála gjarnan þátttakendur. Þriðjudaginn 4. júní verða málstofur sérstaklega ætlaðar þeim starfa á vettvangi við kennslu og þjálfun í starfsnámi.

Heimasíða ráðstefnu er hér: https://nordyrk.hi.is/registration-2/

Skráning: https://nordyrk.hi.is/registration-2/

.

 NORDYRK ráðstefna 2024