Nóbelshátíð og jólaglögg starfsfólks Heilbrigðisvísindasviðs
Hringsalur Landspítala kl 15 og Læknagarður 4. hæð frá 16.15
Heilbrigðisvísindasvið fagnar vísindunum 10. desember með kynningu á Nóbelsverðlaununum í læknisfræði 2024 en þau verða afhent í Stokkhólmi þennan sama dag. Einnig mun Vísindanefnd sviðsins veita viðurkenningar fyrir áhrifamestu vísindaverk ársins á sviðinu.
Að loknum erindum þar verður haldið á 4. hæð Læknagarðs í jólaglögg fyrir gesti hátíðarinnar.
Dagskrá
Hringsalur
15.00 Fundarstjóri setur hátíðina
15.05 Stefán Þórarinn Sigurðsson, prófessor: Ný leið til stjórnunar á genatjáningu
15.30 Magnús Karl Magnússon, prófessor: Hefur skilningur á microRNA varpað ljósi á sjúkdóma eða nýja meðferðarmöguleika
15.55 Eiríkur Steingrímsson, prófessor og formaður Vísindanefndar HVS: Viðurkenningar fyrir áhrifamestu vísindagreinar ársins
16.05 Stuttar kynningar verðlaunahafa á vísindaverkum sínum
Læknagarður
16.15 Jólaglögg í Læknagarði, 4. hæð
17.30 Viðburði lokið
Fundarstjóri: Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor og sviðsforseti.
Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir!
Heilbrigðisvísindasvið fagnar vísindunum með kynningu á Nóbelsverðlaununum í læknisfræði 2024 en þau verða afhent í Stokkhólmi þennan sama dag. Vísindanefnd sviðsins veitir við þetta tækifæri viðurkenningar fyrir áhrifamestu vísindaverk ársins á sviðinu.