Miðbiksmat í eðlisfræði - Vyshnav Mohan
Oddi
Stofa 203
Heiti verkefnis: Skammtafræðilegt flækjustig og innri gerð svarthola í hálfskammtaðri þyngdarfræði
Nemandi: Vyshnav Mohan
Doktorsnefnd:
Dr. Lárus Thorlacius, prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Dr. Valentina Giangreco M. Puletti, prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Dr. Friðrik F. Gautason lektor við University of Southampton, Bretlandi. Dr. Watse Sybesma lektor við Nordita, Stokkhólmi, Svíþjóð. Dr. David A. Lowe, prófessor við Brown University, Bandaríkjunum.
Ágrip
Skammtafræðilegt flækjustig er hugtak sótt í smiðju skammtaupplýsingafræðinnar sem kemur að notum við að kortleggja Hilbertrúm skammtakerfis. Í erindinu verða skoðaðar tvær birtingarmyndir skammtafræðilegs flækjustigs kenndar við Krylov og þyngdarfræðilega heilmyndun. Sýnt verður hvernig heilmyndunarflækjustig fyrir almennt sístætt svarthol í d+1-víðu tímarúmi mettast á óralöngum tíma. Mettunina má rekja til óendanlegrar runu af þvinguðum svipeindum í hálfskammtaðri þyngdarfræði. Einnig verður útskýrt hvernig mettað flækjustig tengist tímaþróun fylgnifalla í þyngdarfræðilegri heilmyndun, innri gerð svarthola og svonefndu fyllingarlögmáli fyrir svarthol.
Vyshnav Mohan, doktorsnemi í eðlisfræði