Skip to main content

Miðbiksmat í eðlisfræði - Hendrik Schrautzer

Miðbiksmat í eðlisfræði - Hendrik Schrautzer - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. febrúar 2024 14:00 til 16:00
Hvar 

VR-II

257 Langholt, 2. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti ritgerðar:
Uppröðun segulvigra í nanókerfi með margskonar ástandi

Doktorsnefnd: 
Pavel Bessarab, rannsóknasérfræðingur Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.
Dr. Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Dr. Stefan Heinze, prófessor við Eðlisfræði- og Stjarneðlisfræðistofnun Háskólans í Kíl.
Dr. Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Ágrip á íslensku:
Nanókerfi sem geta verið í ýmsum segulástöndum eru mjög áhugaverð bæði fyrir grunnrannsóknir sem og tækninæýjungar, en það er erfitt að greina þau því orkulandslagið er flókið. Í þessu verkefni er þróuð kennileg aðferðafræði sem hægt er að nota til að ákvarða kerfi sem geta verið í ýmsum segulástöndum. Lykilatriðið er ný aðferð sem samþættir bestun byggða á því að fara frá einu orkulágmarki í annað í gegnum söðulpunkta og hraðafræði innan kjörsveifilsnálgunarinnar til að ákvarða líftíma segulástanda við tiltekið hitastig út frá grundvallareiginleikum kerfisins. Gerð verður grein fyrir stöðu verkefnisins, þar með þróun og innleiðingu á aðferð til að finna söðulpunkta á orkuyfirborði segulkerfa. Ólíkt fyrri aðferðum sem fela í sér dýra reikninga á Hessian fylki fyrir orku kerfisins, krefst nýja aðferðin eingöngu reikninga á stiglinum og er því hægt að beita á stór kerfi með þrívíðum myndgerðum. Niðurstöður reikninga á ýmsum tví- og þrívíðum kerfum verða sýndar, m.a. þar sem stikur eru fengnar frá þéttnifellareikningum. Ýmsar gerðir segulástanda koma þar fram, m.a. skyrmeindir, andskyrmeindir, skyrmsameindir, hendnir bobbar og glóbúlur.