Skip to main content

Menntun í ferðatösku - Hvernig hefur íslenskt kennslukerfi bætt lífskjör nemenda í Kenía?

Menntun í ferðatösku - Hvernig hefur íslenskt kennslukerfi bætt lífskjör nemenda í Kenía? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. janúar 2024 9:00 til 10:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fræðafólk innan Háskóla Íslands hefur leitt þróun á kennslukerfi í stærðfræði til að styðja nemendur í Afríku sem hafa takmarkaðan aðgang að menntun. Nú þegar hafa 4.000 nemendur í fátækrahverfum og flóttamannabúðum í Kenía nýtt sér kerfið m.a. til að undirbúa sig fyrir háskólanám en um leið hafa þau unnið sér inn punkta, broskalla, sem þau geta notað til kaupa á námsgögnum og ýmsum nauðsynjavörum fyrir sig og fjölskyldur sínar.

Aðstandendur verkefnisins munu kynna það og framtíðaráform sín á opnum fundi í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands fimmtudaginn 4. janúar 2024 kl. 9-10. Þá fjalla samstarfsaðilar einnig um þátttöku sína í verkefninu. Árangur þess hefur verið framar öllum vonum á þeim svæðum þar sem kennslukerfið hefur verið tekið upp.

Dagskrá:

  •  Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands – Ávarp
  • Gunnar Stefánsson prófessor og Anna Helga Jónsdóttir dósent kynna verkefnið
  • Samstarfsaðilar innan lands og utan segja frá reynslu sinni í máli og myndum
  • Hringfarinn Kristján Gíslason segir frá kynnum sínum af verkefninu
  • Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra - Ávarp

Fundarstjóri: Sigríður Björk Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í styrktarfélaginu Broskallar.

Helstu bakhjarlar verkefnisins eru utanríkisráðuneytið, Styrktarsjóður Hringfarans og Háskóli Íslands.

Boðið verður upp á kaffiveitingar að loknum viðburði.

Nánar um verkefnið á smileycharity.is

Fræðafólk innan Háskóla Íslands hefur leitt þróun á kennslukerfi í stærðfræði til að styðja nemendur í Afríku sem hafa takmarkaðan aðgang að menntun. Fræðafólk mun kynna það og framtíðaráform sín á opnum fundi í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands fimmtudaginn 4. janúar 2024 kl. 9-10.

Menntun í ferðatösku - Hvernig hefur íslenskt kennslukerfi bætt lífskjör nemenda í Kenía?