Málþing í tilefni af sjötugsafmæli Tors Einarssonar prófessors
Hvenær
10. maí 2024 14:30 til 16:00
Hvar
Oddi
Stofa 101
Nánar
Aðgangur ókeypis
Í tilefni af sjötugsafmæli Tors Einarssonar ræða nokkrir fræðimenn um peningastefnu og hagvöxt. Ásgeir Daníelsson ræðir samspil hagvaxtar, launa og raungengis, Már Guðmundsson talar um þróun kenninga og framkvæmdar peningastefnu og Sigríður Benediktsdóttir ræðir vísbendingar um ósjálfbæra þenslu í opnum hagkerfum.
Inn í erindin fléttast hugmyndir Tors um þessi efni. Tor Einarsson segir síðan nokkur orð.
Fundarstjóri er Daði Már Kristófersson. Að loknu málþinginu eru léttar veitingar í boði í kennarastofunni á fyrstu hæð í Odda.
Tor Einarsson er prófessor emeritus í hagfræði í Háskóla Íslands