Málþing: „Guð forði mér frá smáást“
Hvenær
12. apríl 2024 14:00 til 16:00
Hvar
Háskólatorg
Stofa 101
Nánar
Aðgangur ókeypis
„Guð forði mér frá smáást.“ Anna Karenina, Frú Bovary, Effí Briest og Alda Ívarsen í Tímaþjófinum.
Málþing á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands og Bókmenntafræðistofnunar HÍ í stofu 101 á Háskólatorgi, föstudaginn 12.apríl kl. 14:00-16:00.
Á þessu málþingi velta þýðendur, greinendur og höfundur fyrir sér ástríðum, frelsisþrá og harmi söguhetja sem stranda á skerjum siðferðis síns samtíma, eigin tálsýna og þrár. Hvernig geta örlög þessara söguhetja hreyft við okkur til að hugsa um skilyrði og möguleika ástríðna og ástar á okkar eigin tímum?
Tímaþjófurinn
- Steinunn Sigurðardóttir: Öldu hafnað
- Alda Björk Valdimarsdóttir: „Ég gekk á vatninu í augunum á þér“
Effi Briest
- María Elísabet Bragadóttir: Hvernig er hægt að lifa sig inn í Effí Briest?
- Arthúr Björgvin Bollason: Óborinn heimur í djúpinu
Anna Karenina
- Rebekka Þráinsdóttir: „Og ljósið slokknaði að eilífu“: Eigingjörn og tortímandi ást í Önnu Karenínu.
Frú Bovary
- Dagný Kristjánsdóttir: Úr eldinum í öskuna: Um miklar ástir kvenna í bókmenntum
- Pétur Gunnarsson: „Þessi bók drepur mig!“