Skip to main content

Leiðsögn um sýninguna Ljáðu mér vængi

Leiðsögn um sýninguna Ljáðu mér vængi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. apríl 2024 14:00 til 15:00
Hvar 

Loftskeytastöðin við Suðurgötu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og sýningarstjóri sýningarinnar „Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur“ verður með leiðsögn um sýninguna í Loftskeytastöðinni laugardaginn 20. apríl kl. 14. Öll velkomin!

Vigdís Finnbogadóttir hefur verið mörgum fyrirmynd og hefur með hvatningu sinni, jákvæðni og góðu fordæm, gefið mörgum byr undir báða vængi. Með áherslu sinni á mannréttindi, jafnréttismál, frið, náttúruvernd, menningu og tungumál hefur hún haft mikil áhrif, bæði á Íslandi og víða um heim. Á sýningunni er teflt saman persónulegum heimildum, opinberum skjölum, munum úr eigu Vigdísar og verkum eftir íslenska og erlenda listamenn til að varpa ljósi á sögu Vigdísar og áhrif hennar.

 Sýningin er opin miðvikudaga til laugardaga kl. 13-17.

Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og sýningarstjóri sýningarinnar „Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur“ verður með leiðsögn um sýninguna í Loftskeytastöðinni laugardaginn 20. apríl kl. 14. Öll velkomin!

Leiðsögn um sýninguna Ljáðu mér vængi