Kynningarfyrirlestur - Lárus S. Guðmundsson
Læknagarður
Stofa 201
Fimmtudaginn 28. nóvember mun Lárus S. Guðmundsson, prófessor flytja sinn kynningarfyrirlestur við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands í stofu 201, Læknagarði kl. 15:00 - 16:00. Allir velkomnir, boðið verður upp á veitingar í lokin.
Lárus stundaði doktorsnám við Læknadeild HÍ á árunum 2006-2010 og útskrifaðist með doktorspróf í líf- og læknavísindum. Verkefnið fjallaði um samband mígrenis, blóðþrýstings og bólgusvars við hjarta- og æðasjúkdóma. Lárus tók þátt í stofnun FEDON, Félag doktorsnema og Nýdoktora við Háskóla Íslands og sat í stjórn félagsins. Að loknu doktorsnámi fór Lárus til Bethesda í Maryland í Bandaríkjunum og vann við rannsóknir við National Institute on Aging / National Institutes of Health og Uniformed Services University of the Health Sciences. Þar rannsakaði hann höfuðáverka en einnig samband mígrenis, þunglyndis og heilastærðar.
Lárus S. Guðmundsson flytur kynningarfyrirlestur við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands fimmtudaginn 28. nóvember.