Skip to main content

Kynningar á lokaverkefnum í talmeinafræði – Haust 2024

Kynningar á lokaverkefnum í talmeinafræði – Haust 2024 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. október 2024 12:30 til 15:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Stofa E-301

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 4. október munu meistaranemendur við námsleið í talmeinafræði flytja fyrirlestra um meistaraverkefni sín. Fyrirlestrarnir fara fram í stofu E-301 í húsi Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.

Dagskrá 4. október 2024
Kl. 12:30 – 15:30

12:30-12:35  Setning – Jóhanna Thelma Einarsdóttir, formaður námsleiðar í talmeinafræði

Fundarstjóri: Þórunn Hanna Halldórsdóttir

12:35-13:00  Áhrif Orðaheimsins á orðaforða eintyngdra og fjöltyngdra leikskólabarna á Íslandi: Niðurstöður úr klasalembiraðaðri samanburðarrannsókn. 

Nemandi: Bryndís Bergþórsdóttir
Leiðbeinandi: Kate Crowe

13:00-13:30  Orðaheimurinn: Meðferðarheldni íhlutunar með sveigjanlega umgjörð, metin í íslenskum leikskólum.   

Nemandi: Björg Einarsdóttir
Leiðbeinandi: Kate Crowe

 

13:30-14:00  Verklag leikskólakennara í samræðulestri: Forprófun á áhrifum markvissrar þjálfunar kennara í Orðaheiminum. 

Nemandi: Auður Ragnarsdóttir 
Leiðbeinandi: Kate Crowe

14:00-14:30  Upphitunaræfingar fyrir kórsöngvara: Rannsókn á áhrifum upphitunaræfinga á raddgæði og upplifun áhugakórsöngvara.

Nemandi: Anna Bjarnsteinsdsóttir
Leiðbeinandi: Þóra Másdóttir

 

14:30-15:00  Líðan unglinga í samræðum á öðru máli: Hefur eigið mat á tungumálafærni áhrif á sjálfsöryggi og stress í samræðum meðal unglinga 10–16 ára þegar þau nota annað mál en móðurmál sitt?

Nemandi: Hulda Rós Blöndal Snorradóttir 
Leiðbeinandi: Elín Þöll Þórðardóttir

 

15:00-15:30  Málkunnátta ungfullorðinna íslendinga með erlendan bakgrunn á íslensku, ensku og móðurmálinu: Breytingar frá unglingsárum.

Nemandi: Guðrún Hafliðadóttir 
Leiðbeinandi: Elín Þöll Þórðardóttir

 

15:30  Fyrirlestrum lokið, fundarstjóri lýkur dagskránni formlega.

 

 

Nemendur hafa allir staðist meistaraverkefnin og fengið jákvæða umsögn frá prófdómurum:

Nafn nemanda                             Nafn prófdómara

Anna Bjarnsteinsdóttir                  Þórunn Hanna Halldórsdóttir

Auður Ragnarsdóttir                    Rachel Wright Karen

Björg Einarsdóttir                       Karla N. Washington

Bryndís Bergþórsdóttir                Karla N. Washington

Guðrún Hafliðadóttir                  Sigríður Ólafsdóttir

Hulda Rós Blöndal Snorrad.        Sigríður Ólafsdóttir

Kynningar á lokaverkefnum í talmeinafræði fara fram í Stakkahlíð 4. október.

Kynningar á lokaverkefnum í talmeinafræði – Haust 2024