Skip to main content

Könnun Mars: Opinn viðburður

Könnun Mars: Opinn viðburður - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. september 2024 18:00 til 19:00
Hvar 

Gróska

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á mánudagskvöld verður haldin opinber viðburður þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun flytja ávarp til að bjóða allar geimvísindastofnanir velkomnar til Íslands.

Vikuna 2. - 6. september koma fulltrúar frá öllum helstu geimferðastofnunum heims saman á Íslandi, um 50 manns. Þau munu vinna saman að áframhaldandi könnun reikistjörnunnar Mars í gegnum IMEWG samstarfið, eða International Mars Exploration Working Group.

Þó fundir IMEWG séu almennt ekki opnir almenningi, mun í fyrsta sinn vera boðið upp á opinn fund til að miðla á Íslandi því markverðasta sem er að gerast í könnun geimsins, og mögulegu hlutverki Íslands í því.

Að loknu ávarpi frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, munu fulltrúar frá NASA, ESA og öðrum geimferðastofnunum sem taka þátt, segja frá.

IMEWG hittist á Íslandi í boði Geimvísindastofnun Íslands (Iceland Space Agency), Háskóla Íslands og Vísindagarða.

Viðburðurinn er haldinn í hátíðarsal Grósku. Að loknum erindum verður boðið upp á léttar veitingar í boði sendiráðs Bretlands og Bandaríkjanna og and EDIH Íslandi.

Á mánudagskvöld verður haldin opinber viðburður þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun flytja ávarp til að bjóða allar geimvísindastofnanir velkomnar til Íslands.

Könnun Mars: Opinn viðburður