Skip to main content

Japanskar matarhefðir og nýsköpun í fæðuuppeldi

Japanskar matarhefðir og nýsköpun í fæðuuppeldi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. október 2024 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viltu láta japanskar matarhefðir reyna á bragðlaukana þína? Þriðjudaginn 8. október verða Junichiro Somei og Yaeko Kawaguchi frá Máltíðamenntasetri Japans, með kynningu og sýnidæmi tengt japönskum matarhefðum og fæðuuppeldi í HÍ. Um er að ræða samstarfsaðila bragðlaukaþjálfunar HÍ sem hefur vakið landsathygli. Verkefnið snýst um að þroska matarsmekk ungmenna til að auka brýna hollustu í mataræði. Rannsóknir hafa sýnt að hollusta í fæðuvali í æsku getur haft veruleg áhrif á heilsu út ævina.

Junichiro Somei og Yaeko Kawaguchi stunda rannsóknir og kenna japönskum leikskólabörnum að meta fjölbreyttan mat. Á kynningunni í HÍ verður sérstök áhersla lögð á fisk og sjávarfang og gefst gestum færi á að taka virkan þátt í kynningunni.

Staðsetning: Háskólatorg, kl. 12-13

Öll velkomin!

Viltu láta japanskar matarhefðir reyna á bragðlaukana þína? Þriðjudaginn 8. október verða Junichiro Somei og Yaeko Kawaguchi frá Máltíðamenntasetri Japans, með kynningu og sýnidæmi tengt japönskum matarhefðum og fæðuuppeldi í HÍ. Um er að ræða samstarfsaðila bragðlaukaþjálfunar HÍ sem hefur vakið landsathygli.

Japanskar matarhefðir og nýsköpun í fæðuuppeldi