Hydrofeminist scholarship in/through/with South African oceans, bodies of water...
Þjóðminjasafn Íslands
Tamara Shefer er fyrsti fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2023 en röðin er tileinkuð samtvinnun. Fyrirlesturinn nefnist „Hydrofeminist scholarship in/through/with South African oceans, bodies of water and liminal watery edges“ og verður haldinn kl. 12.00, fimmtudaginn 25. janúar, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um nýlega bók um vatnsfemínisma: Hydrofeminist Thinking With Oceans: Political and Scholarly Possibilities (Routledge, 2023). Hugtakið vatnsfemínismi (e. Hydrofeminism) sem fræðikonan Astrida Neimanis bjó til er í brennipunkti bókarinnar en þar er samtvinnun m.a. beitt til að skoða skörun listar og aktívisma í verkum sem fjalla um eða sækja innblástur til eiginleika vatns eða upplifunar af sjó.
Tamara Shefer er prófessor í kvenna- og kynjafræðum við University of the Western Cape, Cape Town.
Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.
Tamara Shefer er prófessor í kvenna- og kynjafræðum við University of the Western Cape, Cape Town.