Hvernig væri lífið án félagsvísinda? Ráðstefna 6. september
Veröld - Hús Vigdísar
Stofa 023
Opinn fundur í Veröld föstudaginn 6. september kl. 15:00 - 16:30.
Hvaða ógnir steðja að félagsvísindum og hvert er mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Þarf félagsvísindafólk að snúa vörn í sókn til að tryggja stöðu félagsvísindanna, bæði hvað varðar fjármagn og viðurkenningu stjórnvalda á mikilvægi þeirra?
Mikilvægi félagsvísinda er ótvírætt en standa þarf vörð um stöðu greinarinnar. Í félagsvísindum er tekist á við óteljandi viðfangsefni svo sem hvernig valdi er háttað í samfélaginu, hvað veldur og hvaða afleiðingar ójöfnuður hefur, vellíðan fólks og samfélagshópa, traust til stjórnvalda, afbrotahegðun og samstöðu svo fátt eitt sé nefnt. Byggt á rannsóknum og umfjöllun félagsvísinda skiljum við samfélagið betur og getum mótað stefnu til framtíðar í átt að heilbrigðu samfélagi fyrir alla.
Erindi:
Stjórnmálafræði sem fræðigrein í evrópsku samhengi
- Eva Marín Hlynsdóttir, deildarforseti stjórnmálafræðideildar
Hugmyndir fólks um félagsvísindi
- Stefán Hrafn Jónsson, sviðsforseti Félagsvísindasviðs HÍ
Umræðupanell:
- Ásdís Arnalds, lektor í félagsráðgjafadeild
- Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, aðjúnkt í kynjafræði
- Guðmundur Ævar Oddsson, prófessor í félagsfræði
- Rósa Eyvindardóttir, framhaldsskólakennari í félagsvísindum
Fundarstjórn: Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði
Að lokinni dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar á kaffistofunni á 2. hæð í Odda.
Dagskráin er hluti af Birtu sem er ráðstefna Félags stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélags Íslands sem er haldin í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Öll velkomin!