Húsmennska og lausamennska í manntalinu 1762
Árnagarður
Stofa 311
Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði HÍ, heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Húsmennska og lausamennska í manntalinu 1762. Málstofan verður í stofu 311 í Árnagarði, þriðjudaginn 16. janúar kl. 16:00-17:00.
Um fyrirlesturinn
Vorið 1762 var ákveðið að gera átak í fiskveiðum frá Íslandi og ráðinn umsjónarmaður, Johan Haagen kaupmaður á Búðum og Arnarstapa. Fyrsta skrefið var umfangsmikil skýrslugerð og skyldu sýslumenn taka saman tölur um báta og afla og áhafnir. Rétt þótti líka að komast að því hversu margir vinnufærir einstaklingar á besta aldri væru í landinu og þá jafnframt hver fólksfjöldinn væri. Haagen útbjó eyðublöð til manntalsgerðar og sendi biskupum sem sendu próföstum sem sendu prestum. Í áformslýsingu var lögð áhersla á lausamenn: „og i sær de saa kaldede löse- eller frimænd.“ Sérstakur dálkur var hafður undir þá og gert ráð fyrir nafni og aldri. Aðrir dálkar tóku til bænda, hjáleigubænda, húsfólks og ómaga. Heimtur urðu góðar og í samantekt 2. apríl 1763 greindi Haagen frá því að á Íslandi væru 152 lausamenn. Í erindinu verður farið í saumana á þeim með hliðsjón af húsfólki sem um margt var sambærilegur hópur en þrisvar sinnum fjölmennari.
Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði HÍ.