Skip to main content

Horft til framtíðar: Miðlun, menning, möguleikar

Horft til framtíðar: Miðlun, menning, möguleikar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. apríl 2024 13:00 til 15:00
Hvar 

Sjóminjasafnið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 12. apríl kl. 13-15 verður haldin ráðstefna á Sjóminjasafninu í Reykjavík um miðlun minja, menningar og náttúru. Fjallað verður um miðlun á vegum safna og stofnana, sýningar, minjasvæði og þjóðgarða og áhersla lögð á fjölbreytta möguleika stafrænnar miðlunar.

Meðal efnisþátta eru nýting samfélagsmiðla til að segja sögur af söfnum, safnkostur á Instagram, vefmiðlun íslenskra þjóðgarða og miðlun fornleifarannsókna á Seyðisfirði og í Amsterdam. Fjallað verður um safn menningarefnis á RÚV, nýtingu bókmennta með þjóðlegum fróðleik til sýningargerðar og opnar geymslur lista- og minjasafna. Loks verður sagt frá ævintýrahöllinni, fjölskylduviðburði á barnamenningarhátíð í Reykjavík.

Fyrirlesarar og ráðstefnuhaldarar eru nemendur á meistarastigi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Þeir koma úr ýmsum áttum og búa yfir mismunandi sérfræðiþekkingu en eiga það sammerkt að hafa brennandi áhuga á miðlun. Horft er björtum augum til framtíðar því möguleikarnir eru margvíslegir. Varðveisla og rannsóknir hafa eðlilega verið fyrirferðarmikil innan safna og menningarstofnana en á undanförnum áratugum hefur samfélagslegu hlutverki þeirra ásamt mikilvægi miðlunar verið gefinn meiri gaumur. Segja má að þetta slái tóninn fyrir ráðstefnuna.

Öll eru velkomin.

Föstudaginn 12. apríl kl. 13-15 verður haldin ráðstefna á Sjóminjasafninu í Reykjavík um miðlun minja, menningar og náttúru. Fjallað verður um miðlun á vegum safna og stofnana, sýningar, minjasvæði og þjóðgarða og áhersla lögð á fjölbreytta möguleika stafrænnar miðlunar. Fyrirlesarar og ráðstefnuhaldarar eru nemendur á meistarastigi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. 

Horft til framtíðar: Miðlun, menning, möguleikar