Háskólahlaupið 2024
Háskólahlaupið 2024 fer fram miðvikudaginn 10. apríl kl. 15 í nágrenni háskólasvæðisins. Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum og hægt er að velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km.
Þriggja kílómetra hlaupaleiðin liggur m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri en sjö kílómetra leiðin í kringum Reykjavíkurflugvöll.
Þátttökugjald er 2.500 kr. og innifalið í því er íþróttabolur merktur Háskólahlaupinu 2024.
Kort af hlaupaleiðum
3 km hlaupaleið
Verðlaun fyrir þau sem koma fyrst í mark á báðum vegalengdum frá Félagsstofnun stúdenta.
Ertu með fyrirspurn um hlaupið? Sendu okkur línu á haskolahlaupid@hi.is
Háskólahlaupið 2024 fer fram miðvikudaginn 10. apríl kl. 15 í nágrenni háskólasvæðisins. Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum og hægt er að velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km.