Skip to main content

Hádegisfyrirlestur RIKK: Í orði og á borði: Stéttaskipting á Íslandi

Hádegisfyrirlestur RIKK: Í orði og á borði: Stéttaskipting á Íslandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. september 2024 12:00 til 13:00
Hvar 

Þjóðminjasafn Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Guðmundur Oddsson er annar fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á haustmisseri 2024 en röðin er tileinkuð stéttarhugtakinu, stéttaskiptingu og samtvinnun þar sem stétt er lykilbreyta. Titill fyrirlestrarins er „Í orði og á borði: Stéttaskipting á Íslandi“. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 12:00 fimmtudaginn 26. september í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. 

Í fyrirlestrinum fjallar Guðmundur um hugmyndir Íslendinga um stéttaskiptingu í seinni tíð og skoðar þær í ljósi íslenskra stéttarannsókna. Þá verður einnig stiklað á stóru um þróun stéttagreiningar á íslensku nútímasamfélagi. 

Guðmundur Oddsson er prófessor í félagsfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Frá 2014 til 2017 var Guðmundur lektor við félags- og mannfræðideild Norður Michigan-háskóla.  Rannsóknir Guðmundar hverfast um stéttaskiptingu, frávik og félagslegt taumhald.

Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. 

Guðmundur Oddsson er annar fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á haustmisseri 2024 en röðin er tileinkuð stéttarhugtakinu, stéttaskiptingu og samtvinnun þar sem stétt er lykilbreyta. Titill fyrirlestrarins er „Í orði og á borði: Stéttaskipting á Íslandi“. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 12:00 fimmtudaginn 26. september í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. 
Í fyrirlestrinum fjallar Guðmundur um hugmyndir Íslendinga um stéttaskiptingu í seinni tíð og skoðar þær í ljósi íslenskra stéttarannsókna. Þá verður einnig stiklað á stóru um þróun stéttagreiningar á íslensku nútímasamfélagi. 
Guðmundur Oddsson er prófessor í félagsfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Frá 2014 til 2017 var Guðmundur lektor við félags- og mannfræðideild Norður Michigan-háskóla.  Rannsóknir Guðmundar hverfast um stéttaskiptingu, frávik og félagslegt taumhald.
Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. 

Hádegisfyrirlestur RIKK: Í orði og á borði: Stéttaskipting á Íslandi