Skip to main content

GPMLS fyrirlestrarröð - Brian Rappold

GPMLS fyrirlestrarröð - Brian Rappold - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. nóvember 2024 11:00 til 12:00
Hvar 

Fróði, Sturlugata 8, Hús íslenskrar erfðagreiningar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Brian Rappold mun halda fyrirlestur í GPMLS fyrirlestrarröðinni undir yfirskriftinni Addressing challenges in biomarker translation from a clinical perspective.

Brian Rappold er rannsóknar- og þróunarstjóri Labcorp við Research Triangle Park, Norður-Karólínu. Hann hefur starfað sem yfirmaður klínískrar efnafræði fyrir amerísku massagreiningarsamtökin (American Society for Mass Spectrometry) og setið í vísindanefndum um innkirtlafræði og smásameindagreiningu/eiturefnafræði fyrir massagreiningar til notkunar á klínískum rannsóknarstofum (Mass Spectrometry: Applications to the Clinical Laboratory (MSACL)).
Rappold hefur birt vísindagreinar og kynnt rannsóknir sínar á alþjóðlegum ráðstefnum og er viðurkenndur sérfræðingur á sviði aðferðaþróunar og löggildingar massagreininga til klínískrar greiningar, og hefur kennt námskeið um efnið á fjölmörgum vísindaráðstefnum.