Fyrirlestur: The Gaza Crisis: Military Drones, Settler Colonialism, and International Law
Veröld - Hús Vigdísar
Auðarsalur
Dr Yaar Dagan, lagakennari og fræðimaður við Bournemouth háskóla, heldur fyrirlestur um Gaza-krísuna, dróna, nýlendustefnu landnema og alþjóðalög, í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar þann 17. janúar kl. 16:30.
Efni fyrirlestrarins:
"Fyrirlesturinn fjallar um þróun og notkun dróna í heimalandi mínu, Ísrael/Palestínu, með hliðsjón af atburðum sem átt sér stað síðan 7. október 2023. Þrátt fyrir að í Ísrael séu aðeins um það bil 0,1% jarðarbúa, er vopnaiðnaður landsins er 30 sinnum hlutfall þess af jarðarbúum. Árið 2013 varð Ísrael stærsti útflytjandi heimsins á drónum, sem seldust fyrir meir en 4,6 milljarða Bandaríkjadala (USD) á átta árum. Drónatækni sameinar tvær af stærstu atvinnugreinum Ísraels: hátækni og her. En hvað varð til þess að Ísrael þróaði þessa tilteknu tækni?
Drónar, sem upphaflega var litið á sem „öruggara“ vopn, sem drægi úr hættu fyrir óbreytta borgara, hafa í flestum tilfellum orðið saklausum fórnarlömbum að bana. Þeir eru að verða sjálfstæðari og treysta á big data reikniforrit og gervigreind. Þar af leiðandi gæti saklaust frávik frá hegðunarmynstri leitt til þess að skotið verði banvænu flugskeyti á nývalið „skotmark“. Fjöldaeftirlit framkvæmt með drónum myndi gera það að verkum að milljónir óbreyttra borgara upplifðu sig berskjaldaða og varnarlausa, í stöðugri hættu á að slasast, limlestast eða deyja. Mörg, of mörg, sérstaklega börn, þjást af djúpu sálrænu áfalli sem ásækir þau í mörg ár – sem jafngildir sameiginlegri refsingu (e. collective punishment).
Alþjóðarétturinn virðist ófær um að stemma stigu við þessu ofbeldi. Sérstaklega hafa alþjóðleg mannúðarlög, regluverkið sem leitast við að halda aftur af hrikalegum afleiðingum hernaðar á óbreytta borgara og bardaga, reynst meira og minna gagnslaust við að stjórna drónaofbeldi og tryggja mannúðlegri aðferðir. Hvers vegna hafa alþjóðalög ekki gert meira gagn? Er mögulegt að alþjóðalög hafi í raun aukið ofbeldi heimsvelda, nýlenduríkja og landnema? Til að svara slíkum spurningum er mikilvægt að huga að nýlenduástandi landnema í Ísrael/Palestínu, ástandi sem margir fræðimenn og frjáls félagasamtök hafa þegar litið á sem nýtt form aðskilnaðarstefnu (Apartheid)."
Um fyrirlesarann
Dr Yaar Dagan er lagakennari og fræðimaður við Bournemouth háskóla, hugvísinda- og lagadeild og fjölmiðla- og samskiptadeild. Hann starfar nú sem gestarannsóknarmaður við Center for Applied Philosophy, Politics and Ethics (CAPPE) við háskólann í Brighton og sem gestakennari við Lviv Polytechnic University (Úkraínu). Hann starfaði áður sem gestarannsóknarmaður við Sussex Center for Human Rights Research, sem og European University Institute (Ítalíu). Árið 2019 var Yaar á forvalslista sem einn af 12 landsmönnum í undanúrslitum í Bretlandi fyrir Vitae Three Minute Thesis keppnina. Fyrr sama ár hlaut hann Erasmus+ Teaching Mobility Award frá British Council og Ecorys UK fyrir kennslu við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Yaar er með doktorsgráðu sína frá Keele University, School of Law, auk LLM (2012) og LLB (2010) frá Haim Striks School of Law, College of Management Academic Studies, Ísrael. Áður en hann flutti til Bretlands var Yaar kennari við akademískar stofnanir, þar á meðal Academic Center for Law and Science (2015-2017) og Haim Striks School of Law, Ísrael.
Dr Yaar Dagan The Gaza Crisis: Military Drones, Settler Colonialism, and International Law