Skip to main content

Fyrirlestur - Myndun, stýring og mæling stakra ljóseinda í ljóseindarásum

 Fyrirlestur - Myndun, stýring og mæling stakra ljóseinda í ljóseindarásum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. júlí 2024 10:00 til 11:00
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ágrip:
Þróun skammtafjarskipta byggir á hágæða samskiptatólum sem geta myndað og greint stakar ljóseindir. Ljóseindarásir sem byggja á slíkri tækni nýtast við ljóseindagjafa gerðum úr hálfleiðararskammtapunktum sem geta sent frá sér stakar ljóseindir og pör af flæktum ljóseindum sem gera skammtafræðileg fjarskipti möguleg. Þegar hefur verið sett upp skammtanet úr ljósleiðurum í Stokkhólmi með getu til að flytja stakar ljóseindir með skammtadulkóðun yfir 34 kílómetra vegalengd. Í fyrirlestrinum verður farið yfir ljóseindaskynjara fyrir stakar ljóseindir, greiningarvirkni þeirra, suðmörk og tímaupplausn. Þróunarfyrirtækið Single Quatnum vinnur að þróun ljóseindaskynjara sem nýta ofurleiðandi nanóvíra sem geta numið stakar ljóseindir og er unnt að hagnýta í skammtafjarskiptum, samþættum skammtarásum sem og fyrir Lidar greiningar og í skammtasmásjám.

Um fyrirlesarann:
Val Zwiller er prófessor við deild hagnýtrar eðlisfræði við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi og stýrir rannsóknarhópi í skammtafræðilegri ljósfræði. Hann er jafnframt rannsóknarstjóri og einn stofnenda fyrirtækisins Single Quantum.

Dr. Val Zwiller

 Fyrirlestur - Myndun, stýring og mæling stakra ljóseinda í ljóseindarásum