Skip to main content

Frönskufestival

Frönskufestival - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. mars 2024 15:30 til 18:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Frönskufestival í Veröld – húsi Vigdísar í tilefni af 50 ára afmæli Félags frönskukennara og alþjóðlegum degi franskrar tungu. Verið öll velkomin!

Skipuleggjendur hátíðarinnar eru námsgrein í frönskum fræðum við Mála- og menningardeil HÍ, sendiráð Frakklands á Íslandi, Alliance française í Reykjavík og Félag frönskukennara á Íslandi.

Dagskrá 15:30-16:30 í Auðarsal

  • Verðlaunaafhending í myndbandasamkeppni frönskunemenda. Sendiherra Frakklands á Íslandi, Guillaume Bazard, veitir verðlaunin við hátíðlega athöfn. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum, grunnskólanemenda og framhaldsskólanema.
  • Nemendur úr Laugalækjarskóla og Landakotsskóla syngja á frönsku.

Opið hús í Veröld kl. 16:30 til 18:00 (fyrir framan Auðarsal og kaffihús – hæð 0)

  • Hljómsveitin Les métèques spilar ljúfa tóna.
  • Boðið verður upp á crêpes frá Krepjavík, afmælisköku og kaffi.
  • Einnig verður hægt að kynna sér námsframboð í frönsku bæði á Íslandi og erlendis.

Frönskufestival í Veröld – húsi Vigdísar í tilefni af 50 ára afmæli Félags frönskukennara og alþjóðlegum degi franskrar tungu.

Frönskufestival