Framhaldsskólinn - Menntastefna og félagslegt réttlæti
Stakkahlíð / Háteigsvegur
H- 207
Komstu inn í rétta framhaldsskólann? Á hverju vori fyllast samskiptamiðlar af tilkynningum nemenda og foreldra um staðfestingu á framhaldsskólavist. En hvað einkennir innritunarkerfið okkar og hvernig hefur það þróast á síðustu áratugum. Hverjir komast inn í vinsælustu framhaldsskólana umfram það að hafa verið með góðar einkunnir við lok grunnskóla? Er hægt að tala um elítuskóla á Íslandi eða öðrum Norðurlöndum? Hver er munurinn á finnska og íslenska kerfinu þegar kemur að innritun, helgun nemenda til náms, og námsvali nemenda í framhalds- og háskóla? Hverjar eru framtíðarvæntingar nemenda af erlendum uppruna við lok grunnskóla? Eru þær á einhvern hátt ólíkar væntingum innlendra? Hvernig er búið að nemendum með þroskahömlun í kerfinu? Hverjir hagnast mest á innritunarkerfinu eins og það er, og hverjir tapa helst?
Ráðstefnustjóri er Berglind Rós Magnúsdóttir prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
13:15 – Opnunarávarp – Kolbrún Pálsdóttir forseti MVS
13.20-14.40 – Kynningar á greinum
- Berglind Rós Magnúsdóttir prófessor vi HÍ og Sonja Kosunen prófessor við háskólann í Austur-Finnlandi. Útvalin og úrvals: Stofnanaháttur elítuskóla og vegferð stúdentsefna í Reykjavík og Helsinki.
- Kristjana Stella Blöndal dósent við HÍ, Elsa Eiríksdóttir dósent við HÍ og Guðrún Ragnarsdóttir dósent við HÍ. Stigveldi framhaldsskola: Frjálst skólaval ýtir undir og endurskapar félgslega lagskiptingu
- Anna Björk Sverrisdóttir lektor við HÍ.
Áskoranir og tækifæri í skipulagi náms nemenda með þroskahömlun á framhaldsskólastigi - Eva Dögg Sigurðardóttir, aðjúnkt við HÍ.
Brothættir menntunarmöguleikar nemenda af erlendum uppruna við lok grunnskóla: málamiðlun framtíðarvona - Magnús Þorkelsson, fyrrum skólameistari og doktorsnemi við HÍ og Gunnlaugur Magnússon dósent við Háskólann í Uppsölum.
Að eiga frjálst val um framhaldsskóla? Markaðsvæðing innritunar nýnema í íslenskum framhaldsskólum
14.40-15:10 – Höfundar sitja fyrir svörum
15:10-15.40 – Hagaðilar og skólafólk sitja fyrir svörum
Komstu inn í rétta framhaldsskólann? Á hverju vori fyllast samskiptamiðlar af tilkynningum nemenda og foreldra um staðfestingu á framhaldsskólavist. En hvað einkennir innritunarkerfið okkar og hvernig hefur það þróast á síðustu áratugum. Hverjir komast inn í vinsælustu framhaldsskólana umfram það að hafa verið með góðar einkunnir við lok grunnskóla? Er hægt að tala um elítuskóla á Íslandi eða öðrum Norðurlöndum? Hver er munurinn á finnska og íslenska kerfinu þegar kemur að innritun, helgun nemenda til náms, og námsvali nemenda í framhalds- og háskóla? Hverjar eru framtíðarvæntingar nemenda af erlendum uppruna við lok grunnskóla? Eru þær á einhvern hátt ólíkar væntingum innlendra? Hvernig er búið að nemendum með þroskahömlun í kerfinu? Hverjir hagnast mest á innritunarkerfinu eins og það er, og hverjir tapa helst?