Fræðilegur grunnur þróunar og þroskunar
Askja
130
Benedikt Hallgrímsson prófessor við Háskólann í Calgary mun kynna rannsóknir sínar við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands.
Erindið verður flutt á ensku undir titlinum "The Conceptual Foundation of Evolution and Development".
Benedikt og samstarfsmenn hafa rannsakað formbreytileika í lögun beina og vefja hryggdýra, með höfuðáherslu á höfuð og fæðuöflunarfæri.
Heimasíða rannsóknarhóps Benedikts við Háskólann í Calgary.
Benedikt hefur búið ytra í um 40 ár og telst nú með fremstu vísindamanna Kanada. Hann mun í erindinu fjalla um bók sem hann vinnur að, um það hvernig lífverur eru upp byggðar, áhrifaþætti þroskunar. Efnið verður einnig sett í samhengi við þróun lífvera.
Dagskrá föstudagsfyrirlestra (þó þessi lendi á miðvikudegi) líffræðistofnunar Háskóla Íslands.
Benedikt Hallgrímsson prófessor við Háskólann í Calgary mun kynna rannsóknir sínar við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands.