Fish, Wealth, and Welfare - Alþjóðleg ráðstefna
Hvenær
8. nóvember 2024 16:00 til 18:00
Hvar
Aðalbygging
Hátíðasalur
Nánar
Aðgangur ókeypis
Fish, Wealth, and Welfare er alþjóðleg ráðstefna vegna útkomu ritgerðasafns Ragnars Árnasonar um fisk, fé og farsæld.
Framsögumenn eru Ragnar Árnason, Háskóla Íslands, Rögnvaldur Hannesson, Viðskiptaháskólanum í Björgvin, og Trond Bjorndal, Björgvinjarháskóla.
Í pallborði verða Peder Andersen, Kaupmannahafnarháskóla, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, SFS, Árni M. Mathiesen, fyrrv. aðstoðarframkvæmdastjóri FAO, og Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður.
Fundarstjóri verður Birgir Þór Runólfsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands.
Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir. Léttar veitingar að ráðstefnu lokinni.
Fish, Wealth, and Welfare er alþjóðleg ráðstefna vegna útkomu ritgerðasafns Ragnars Árnasonar um fisk, fé og farsæld.