Skip to main content

Ferðamálastefna, rannsóknir og þróun ferðaþjónustu

Ferðamálastefna, rannsóknir og þróun ferðaþjónustu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. ágúst 2024 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Málþingið fer fram á íslensku
Öll velkomin

Hvert stefnir í ferðamálum og hvaða hlutverki gegna rannsóknir fyrir uppbyggingu á sjálfbærri ferðaþjónustu á Íslandi?
Þetta eru meðal spurninga sem fjallað verður um á málþinginu Ferðamálastefna, rannsóknir og þróun ferðaþjónustu.

Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi í júní 2024. Á málþinginu mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynna áherslur stefnunnar og fræðafólk fjalla um rannsóknir á ferðamálum.

Seinni hluti málþingsins er helgaður pallborðsumræðum með þátttöku aðila úr stoðkerfi ferðaþjónustunnar og fræðafólks.

Nánari dagskrá birtist þegar nær dregur.

 

 

Hvert stefnir í ferðamálum og hvaða hlutverki gegna rannsóknir fyrir uppbyggingu á sjálfbærri ferðaþjónustu á Íslandi?Þetta eru meðal spurninga sem fjallað verður um á málþinginu Ferðamálastefna, rannsóknir og þróun ferðaþjónustu sem haldið verður þriðjudaginn 27. ágúst í Hátíðarsal Aðalbyggingar HÍ á milli kl.14:00-16:00.

Ferðamálastefna, rannsóknir og þróun ferðaþjónustu