Skip to main content

Bréf Ciceros og latnesk félagsmálvísindi

Bréf Ciceros og latnesk félagsmálvísindi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. apríl 2024 15:30 til 16:30
Hvar 

Árnagarður

Stofa 310

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir flytur opinn fyrirlestur á vegum Fornfræðistofu Háskóla Íslands í stofu 310 í Árnagarði, föstudaginn 5. apríl kl. 15:30. Sólveig mun fjalla um rannsóknir sínar í erindi sem kallast „Bréf Ciceros og latnesk félagsmálvísindi.“ Verið öll velkomin.

Um fyrirlesarann

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir lauk BA í grísku og latínu frá HÍ, meistaragraðu í klassískum fræðum frá Cambridge-háskóla og er núna er  núna doktorsnemi í klassískum fræðum við Cambridge-háskóla.

Um erindið

Rómverski stjórnmála-og ræðumaðurinn Marcus Tullius Cicero, sem uppi var á fyrstu öld fyrir Krist, lét eftir sig gríðarmikið safn af persónulegum bréfum. Um er að ræða yfir 900 bréf, en innan safnsins hafa einnig varðveist bréf sem stíluð voru á Cicero frá um 30 öðrum mönnum. Í fyrirlestrinum er einblínt á þessi bréf, og hvernig þau má nýta til rannsókna á málbreytileika innan rómversks samfélags. Sem slík varpar rannsóknin frekara ljósi á félagslega stöðu innan Rómaveldis á síðlýðveldistímanum, sem og á latneskt mál og notkun þess.

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir.

Bréf Ciceros og latnesk félagsmálvísindi