Borgarsnjór og etnógrafía missis
VR-II
Stofa 258
Birgitta Vinkka, doktorsnemi við Háskólann í Lapplandi flytur fyrirlesturinn Borgarsnjór og etnógrafía missis.
Í erindi sínu mun Birgitta Vinkka rýna í athafnir og tengsl fólks við snjó í Rovaniemi borg, í Lapplandi. Þar er snjór ekki aðeins veðurfyrirbrigði heldur óaðskiljanlegur hluti borgarumhverfisins í meira en helming ársins. Tengsl fólks við snjó eru hins vegar að taka breytingum vegna loftslagsbreytinga. Vinkka nýtir hugtakið missi til að rýna í og lýsa hversdagslegum tengslum fólks við snjó sem spanna hið félagslega, menningarlega og efnahagslega svið. Í erindinu mun hún sérstaklega velta fyrir sér spurningum um hvar tengsl við snjó í borginni verða til, hvernig er hægt að læra með snjó og hvernig missir fær vægi í tengslum við snjó.
Birgitta Vinkka, doktorsnemi við Háskólann í Lapplandi flytur fyrirlesturinn Borgarsnjór og etnógrafía missis.