Árlegur samráðsvettvangur íslenskra og breskra háskóla
Edda
Árlegur samráðsvettvangur íslenskra og breskra háskóla, UK/Iceland Higher Education Forum verður haldinn að þessu sinni í Háskóla Íslands (Eddu). Viðburðurinn er skipulagður með aðkomu breska sendiráðisins, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og íslenskra háskóla.
Árið 2021 undirrituðu íslensk og bresk stjórnvöld samkomulag um samstarf á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar og geimvísinda. Eitt af áhersluatriðum samningsins er að styrkja samstarf háskólastofnana í báðum löndum og halda árlegan samráðsvettvang þar sem breskum háskólum er boðið að senda fulltrúa sína til Íslands til að ræða samstarf á víðum grundvelli við háskóla á Íslandi. Í ár munu 20 þátttakendur frá 14 háskólum í Bretlandi taka þátt.
Milli kl. 13 og 15 verður opinn tengslaviðburður í Eddu þar sem tækifæri gefst að hitta fulltrúa bresku háskólannna, ræða samstarf og kanna möguleika á nýjum samningum um m.a. stúdentaskipti, sameiginlegt doktorsnám, rannsóknarverkefni og annað samstarf. Áhugasamir eru velkomnir að koma við í Eddu milli kl. 13 og 15, engin fyrirfram skráning.
Bresku háskólarnir sem verða með fulltrúa eru: Aberystwyth University, Hartpury Institute, Liverpool John Moores University, Moredun Research Institute, Northumbria University, Teesside University, The Open University, UCL-University College London, University of Aberdeen, University of Edinburgh, University of Lincoln, University of Oxford, University of Sussex and University of York.
Milli kl. 13 og 15 verður opinn tengslaviðburður í Eddu þar sem tækifæri gefst að hitta fulltrúa bresku háskólannna, ræða samstarf og kanna möguleika á nýjum samningum um m.a. stúdentaskipti, sameiginlegt doktorsnám, rannsóknarverkefni og annað samstarf.